Innlent

Konur ofnota frekar svefnlyf

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Svefnlyf.
Svefnlyf. Nordicphotos/Getty
„Ofnotkun svefnlyfja er mikið vandamál á Íslandi, segir á heimasíðu Landlæknisembættisins. „Bæði eru of margir einstaklingar að nota svefnlyf, þau eru notuð of lengi og oft í of stórum skömmtum.“

Á síðustu tólf mánuðum fengu 34 þúsund einstaklingar ávísuð svefnlyf hérlendis. Hér noti hlutfallslega fleiri svefnlyf en víða annars staðar. „Samkvæmt lyfjagagnagrunni landlæknis virðast konur eiga frekar við vanda að stríða vegna svefnlyfja en 64 konur og 35 karlar fengu ávísað sem samsvarar fjórföldum skammti eða meira hvern dag á liðnu ári hér á landi,“ segir landlæknir.




Tengdar fréttir

Fjörutíu læknar fengið bréf vegna lyfjaávísana

Það sem af er ári hafa yfir tvö hundruð manns fengið ávísað ávanabindandi lyfjum frá tíu eða fleiri læknum. Embætti landlæknis hefur sent rúmlega fjörutíu læknum bréf á árinu þar sem gerðar eru athugasemdir við lyfjaávísanir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×