Sport

Conor McGregor óskaði Gunnari til hamingju með sigurinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Conor McGregor og Gunnar Nelson.
Conor McGregor og Gunnar Nelson. Vísir/Getty
Írska bardagakappinn Conor McGregor er ánægður með sigur Gunnars Nelson á Brasilíumanninum Alex Oliveira í UFC bardaga þeirra í Toronto um helgina.

Conor McGregor er líklega frægasti UFC-bardagakappi heims en vinátta hans og Gunnars er vel þekkt.

Conor McGregor hrósaði ekki aðeins Gunnari Nelson heldur einnig föður hans Haraldi Dean Nelson í færslu sinni á Twitter en hana má sjá hér fyrir neðan.





„Tveir topp menn. Til hamingju Gunni og Halli. Svo ánægður fyrir ykkar hönd,“ skrifaði Conor McGregor um færslu Haraldar Dean Nelson þar sem sjá má mynd af feðgunum eftir vel heppnaðan bardaga.

Þessi sigur á Alex Oliveira var mjög mikilvægur fyrir Gunnars Nelson sem hefur þurft að glíma við bellibrögð andstæðinga og meiðsli í og í kringum síðustu bardaga sína. Nú var hann hinsvegar klár og í flottu formi.

Brasilíumaðurinn reyndi að svindla en hann stoppaði ekki Gunnar Nelson í frábæru formi og sigur Íslendingsins var sannfærandi.

Það var því mikilvægt fyrir okkar mann að stimpla sig aftur inn af krafti. Kveðjan frá Conor McGregor sýnir líka að það eru margir öflugir aðilar innan UFC sem fagna því að Gunnar er kominn aftur á beinu brautina.

MMA

Tengdar fréttir

,,Bardagi Gunna ekki fyrir viðkvæma“

Erlendir fjölmiðlar fjalla um sigur Gunnars Nelsonar á Brasilíumanninum Alex Oliveira í nótt í UFC bardagadeildinni en bardagakvöldið fór fram í Toronto.

Gunnar sneri aftur með látum 

Bardagakappinn Gunnar Nelson vann sannfærandi sigur á Alex Oliveira í Toronto um helgina. Eftir jafna fyrstu lotu náði Gunnar undirtökum undir lok annarrar lotu þar sem hann lét höggin dynja og innbyrti sigur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×