Lífið

Beyoncé og Hillary Clin­ton mættar til Ind­lands fyrir brúð­kaup Ishu Am­bani

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Isha Ambani er stjarna í Indlandi og hefur almenningur fylgst náið með undirbúningi brúðkaups hennar og Anand Piramal.
Isha Ambani er stjarna í Indlandi og hefur almenningur fylgst náið með undirbúningi brúðkaups hennar og Anand Piramal. vísir/epa
Bandaríska tónlistarkonan Beyoncé og Hillary Clinton, fyrrverandi forsetaframbjóðani, eru mættar til Indlands vegna brúðkaups Ishu Ambani og Anand Piramal en Ambani er dóttir ríkasta manns Indlands, Mukesh Ambani, stjórnarformanns Reliance Industries.

 

Brúðkaupið hefur verið kallað „stóra, feita indverska brúðkaupið“ enda er ekkert til sparað við hátíðahöldin sem hófust um helgina en brúðkaupið sjálft er á miðvikudaginn.

Ambani er 27 ára, stundaði nám við Yale-háskóla í Bandaríkjunum og situr í stjórn tveggja fyrirtækja í eigu föður hennar.

Tilvonandi eiginmaður hennar, Piramal, er 33 ára, sonur annars inversks milljarðamærings, Ajay Piramal. Hjónaband Ambani og Piramal mun þannig sameina tvær af áhrifamestu fjölskyldum Indlands.

Á meðal viðburða í tengslum við brúðkaupið, sem gestir geta séð í sérstöku snjallsímaforriti brúðkaupsins voru einkatónleikar með Beyoncé, en bandaríski tónlistarmaðurinn John Legend spilaði í trúlofunarveislu Ambani og Piramal. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×