Lífið

Auddi greinir frá næstu gestum í Atvinnumönnunum okkar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Auddi Blöndal fór og hitti Halldór Helgason á hans heimavelli á dögunum.
Auddi Blöndal fór og hitti Halldór Helgason á hans heimavelli á dögunum. Instagram/audunnblondal
Sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal staðfestir næstu þrjá gesti í þriðju þáttaröðinni af Atvinnumönnunum okkar á Twitter í dag.

Þar segir Auddi: „Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Rúrik Gíslason og Sunna Tsunami öll staðfest. Án ef fjölbreyttasta serían hingað til og lofum þrusu þáttum í vor,“ segir sjónvarpsmaðurinn skemmtilegi.

Í þáttunum hefur Auddi farið út og fengið að kynnast okkar helstu afreksíþróttafólki og sjá hvernig þeirra líf er, en oftast eru gestirnir búsettir erlendis.

Á dögunum heimsótti hann fyrstu gestina, þá Martin Hermannsson, atvinnumaður í körfubolta,  og snjóbrettastjörnuna Halldór Helgason. Hann mun síðan einnig fá að fylgjast með Crossfit-stjörnunni Katrínu Tönju Davíðsdóttur

Þættirnir verða á dagskrá Stöðvar 2 næsta vor en í fyrsta sinn heimsækir Auddi aðeins einn afreksmann úr hverju sporti og verða kynjahlutföllin jöfn, þrjár konur og þrír karlmenn.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er atvinnu kylfingur, Rúrik Gíslason er atvinnumaður í knattspyrnu og Sunna Rannveig Davíðsdóttir er atvinnumaður í blandaðri bardagalist.

Þá er ljóst hvaða sex gestir verða í þriðju seríunni af Atvinnumönnunum okkar á Stöð 2. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×