Fótbolti

Eiður Smári fór illa með Hjörvar í Tommaleiknum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hjörvar lagstur og Eiður leggur hann í netið.
Hjörvar lagstur og Eiður leggur hann í netið. vísir/skjáskot
Í gær fór fram góðgerðaleikur milli landsliðs Eyjólfs Sverrissonar og pressuliðs Rúnars Kristinssonar en liðin mættust í Egilshöllinni í gær.

Leikurinn var settur á laggirnar sem styrktarleikur fyrir Tómas Inga Tómasson sem hefur ekki náð sér heilum eftir mjaðmaaðgerðir en Guðjón Guðmundsson ræddi við Tómas í síðustu viku.

Landsliðið Eyjólfs vann öruggan sigur á pressuliði Rúnars en eitt marka landsliðsins skoraði fyrrum leikmaður Chelsea og Barcelona, Eiður Smári Guðjohnsen.

Eiður Smári fór þá auðveldlega í gegnum vörn pressuliðsins og var sloppinn einn gegn Hjörvari Hafliðasyni en Eiður lék á fyrrum markvörð Stoke og lagði boltann í netið.

Umboðsskrifstofan Total Football vakti athygli á þessu á Twitter-síðu sinni fyrr í dag og má sjá atvikið hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×