Innlent

Sitja fastir í vélum vegna veðurs á Keflavíkurflugvelli

Birgir Olgeirsson skrifar
Farþegarnir bíða eftir að komast í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Farþegarnir bíða eftir að komast í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. FBL/Eyþór
Farþegar sitja fastir í sjö farþegaþotum á Keflavíkurflugvelli vegna veðurs. Verklagsreglur á Keflavíkurflugvelli eru þannig að ef vindhraði fer yfir 50 hnúta, eða 25,7 metra á sekúndu, þá er ekki hægt að nota landganga til að flytja farþega úr farþegaþotum og inn í flugstöðina. 

Þess í stað þurfa farþegar þessara sjö véla að  bíða rólegir þangað til veðrið gengur niður. Um er að ræða sex farþegaþotur frá flugfélögunum EasyJetWizz Air og Finnair, auk einnar vélar með áhöfn. 

Eru dæmi um að farþegar hafi beðið í vélunum í um 90 mínútur. 

Um klukkan átta í kvöld var meðalvindhraði á Keflavíkurflugvelli um 20 metrar á sekúndu en öflugasta hviðan náði 31 metra á sekúndu. Búist er við að veðrið gangi niður um níu leytið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×