Lífið

Katrín Lea geislaði í lúpínukjól í Þjóðbúningakeppninni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Katrín Lea þótti standa sig vel í keppninni.
Katrín Lea þótti standa sig vel í keppninni.
Katrín Lea Elenudóttir er um þessar mundir í Bangkok að undirbúa sig fyrir Miss Universe-keppnina sem fram fer þann 16. desember.

Í gærkvöldi fór fram hin svokallaða Þjóðbúningakeppni, sýning þar sem keppendur koma fram í mjög litríkum og skemmtilegum búningum sem tengjast landinu þeirra.

Í raun er enginn skylda að keppendur klæðist í raunverulegum þjóðbúningi landsins og var til að mynda Arna Ýr Jónsdóttir víkingur í fyrra.

Keppnin hefur í raun ekkert vægi í Miss Universe-keppninni sjálfri og er haldin meira til gamans.

Hér að neðan má sjá myndir af Katrínu frá því í gærkvöldi.

Katrín fann sig vel á sviðinu.
Að sjálfsögðu var hún með lúpínuvönd.
Aðalkeppnin fer fram 16. desember.

Tengdar fréttir

Besta stúlka í heimi

Þegar Katrín Lea Elenudóttir er hamingjusöm líður henni eins og fegurstu fegurðardrottningu alheimsins. Hún er af rússneskum ættum og segist hafa trúað orðum móður sinnar að hún væri fegursta, duglegasta og langbesta barn í heimi. Hún keppir fyrir Íslands hönd í Miss Universe í desember.

Árin án móður sinnar í Rússlandi voru lærdómsrík

Katrín Lea Elenudóttir var krýnd Miss Universe í ágúst en hún mun taka þátt í 67. Miss Universe keppninni í Bangkok í desember. Katrín er í fullum undirbúningi fyrir keppnina og er hún þriðji gestur Einkalífsins á Vísi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×