Sport

Fyrsti transmaðurinn í boxinu fagnaði sigri í sínum fyrsta bardaga

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Patricio Manuel þegar hann kallaði sig Patricia.
Patricio Manuel þegar hann kallaði sig Patricia. Vísir/Getty
Patricio Manuel skrifaði nýjan kafla í sögu bandaríska boxins á dögunum þegar hann vann sigur á Hugo Aguilar í ofurfjaðurvigt í bardaga í Indio í Kaliforníu.

Patricio Manuel er 33 ára gamall Bandaríkjamaður en það sem gerir sigur hans sögulegan er að Patricio er transmaður.

Patricio hefur hrist vel upp í bardagaheiminum með frammistöðu sinni og hann mátti þola það að menn bauluðu á hann í lok bardagans. Það var hinsvegar engin spurning um sigurvegara þessa hnefaleikabardaga.





„Ég heyri það að sumir eru ekki ánægðir. Það er allt í lagi. Ég kem aftur. Ég ætla að gera þá ánægða þá,“ sagði Patricio Manuel.

Patricio Manuel keppti líka á árum sínum sem kona en hann varð fimmfaldur kvennameistari í áhugahnefaleiknum og tók meðal annars þátt í úrtökumóti fyrir Ólympíuleikana 2012.

Patricio Manuel hóf kynskiptaferli sitt árið 2013.

„Hvað er næst á dagskrá? Það eru neikvæðar gagnrýnisraddir þarna úti og ég þarf að sanna það að ég eigi heima hérna,“ sagði Patricio Manuel.

„Ég er ekki mættur hingað bara fyrir einn bardaga. Ég elska þessa íþrótt og er hvergi nærri hættur,“ sagði Manuel.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×