Erlent

Fimm handteknir vegna skotárásarinnar í Strassborg

Kjartan Kjartansson skrifar
Lögreglumenn leita að byssumanninum á götum Strassborgar í morgun.
Lögreglumenn leita að byssumanninum á götum Strassborgar í morgun. Vísir/EPA
Franska lögreglan hefur handtekið fimm manns í tengslum við leit að manninnum sem skaut þrjá til bana og særði að minnsta kosti þrettán í skotárás á jólamarkaði í miðborg Strassborgar í gærkvöldi. Átta af þeim slösuðu eru sagðir þungt haldnir.

Um 350 lögreglumenn leita nú árásarmannsins. Lögregla telur að byssumaðurinn sé særður eftir skotbardaga við hermenn í gærkvöldi. Honum tókst að komast undan og er jafnvel talið að hann hafi flúið yfir landamærin til Þýskalands.

Byssumaðurinn er sagður 29 ára gamall innfæddur íbúi Strassborgar. AP-fréttastofan segir að hann hafi verið á sakaskrá og lögreglan hafi fylgst með honum vegna öfgahyggju sem hann snerist til í fangelsi.

Árásin er rannsökuð sem hryðjuverk en ekki liggur fyrir hvað manninum gekk til. Lögreglumenn reyndu að handtaka manninn fyrr um daginn í tengslum við morðtilraun.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×