Fótbolti

Ísland mætir Svíum og Kúveit í Katar

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Erik Hamrén fer með strákana til Katara.
Erik Hamrén fer með strákana til Katara. vísir/getty
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta fer til Katar í janúar og mætir þar Svíþjóð og Kúveit í vináttulandsleikjum. Þetta kemur fram á vef KSÍ.

Erik Hamrén, þjálfari íslenska landsliðsins, mætir þar sínum gömlu lærisveinum en hann stýrði sænska landsliðinu frá 2009-2016 og kom því á tvö stórmót.

Leikurinn gegn Svíþjóð verður 11. janúar en leikið verður gegn Kúveit fjórum dögum síðar. Um er að ræða leiki utan alþjóðlegra leikdaga og fá því leikmenn sem spila á Norðurlöndum frekari tækifæri eins og alltaf í þessum janúarverkefnum.

Mikið og gott samband ríkir á milli Íslands og Katar en strákarnir fóru þangað í janúar 2016 og aftur í lok árs 2017 en nú starfar fyrrverandi landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson í Katar.

Í fyrra fór íslenska landsliðið til Indónesíu og spilaði þar tvo vináttulandsleiki á sama tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×