Körfubolti

Framlengingin: „Þurfa að tala við Óla Stef og fara í núvitund“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Félagarnir ræddu fimm málefni á fimm mínútum eins og vaninn er.
Félagarnir ræddu fimm málefni á fimm mínútum eins og vaninn er. vísir/skjáskot/s2s
Domino’s Körfuboltakvöld gerði upp níundu umferðina í Dominos-deild karla í gærkvöldi er þeir Kjartan Atli Kjartansson, Kristinn Friðriksson og Teitur Örlygsson fóru yfir málin.

Eins og vanalega undir lok þáttar var gripið til framlengingar þar sem fimm málefnu eru rædd á fimm mínútum.

Í gærkvöldi var farið yfir hverjir væru þjálfarar ársins hingað til, hvort að Brynjar Þór Björnsson væri besta skytta allra tíma, besta tvíeykið, hvað KR eigi að gera og hvað hafi verið besta viðbótin.

„Það verða einhverjar breytingar. Það er ljóst. Þeir þurfa bara að æfa og finna sig. Þeir þurfa að tala við Óla Stef og fara í núvitund,“ sagði Kristinn Friðriksson er hann ræddi um KR-liðið.

Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×