Innlent

Gefa ekki upp hvað Georgskjör kostaði VR

Sigurður Mikael Jónsson skrifar
Jón Gnarr í hlutverki sínu sem hinn kostulegi Georg.
Jón Gnarr í hlutverki sínu sem hinn kostulegi Georg. Mynd/VR
Stærsta stéttarfélag landsins, VR, vill ekki upplýsa um kostnað félagsins við gerð fimm auglýsinga með Jóni Gnarr í aðalhlutverki.

Í auglýsingum, sem frumsýndar hafa verið hvern dag í þessari viku, er hinn ástsæli karakter Georg Bjarnfreðarson endurvakinn sem grimmur verslunareigandi sem brýtur á hinum ýmsu réttindum nýs starfsmanns í versluninni Georgskjör.

Ljóst er að mikið hefur verið lagt í auglýsingarnar og vafalaust þurft nokkuð til að fá Jón Gnarr til að bregða sér aftur í hlutverkið enda þurfti hann meðal annars að raka á sig skalla fyrir hlutverkið. Hann hafi aldrei getað flúið karakterinn og viðurkenndi síðar að hafa hreinlega lent inn á spítala vegna álags sem tengdist því að leika Georg. Þá hefur þurft að semja um höfundarréttarmál við Ragnar Bragason, leikstjóra og einn af sköpurum Vaktaseríanna.

Aðspurður segir Stefán Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri VR, að félagið gefi ekki upp kostnaðartölur við verkefni sem þessi.

„Auglýsingastofa okkar, Hvíta húsið, sá um gerð auglýsingarinnar og samninga við þá Ragnar Bragason og Jón Gnarr,“ segir Stefán í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×