Innlent

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2 í fyrsta sinn frá Suður­lands­braut

Ritstjórn skrifar
Um 350 manns var sagt upp störfum hjá WOW air í dag. Skúli Mogensen, forstjóri WOW, segir aðgerðina hafa verið nauðsynlega til að einfalda reksturinn og hverfa aftur til sama rekstrarmódels og var notað árið 2016. Það þýðir engar breiðþotur, færri flugvélar og færri áfangastaðir. Rætt verður við Skúla í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar færði sig um setur í dag og sendir fréttatímann í fyrsta sinn úr húsnæði Sýnar að Suðurlandsbraut 10.

Einnig fjöllum við áfram um kynferðisofbeldi gegn fötluðu fólki en það leitar í auknum mæli til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þá var rúmlega þriðjungur þeirra sem leitaði til Stígamóta í fyrsta sinn í fyrra andlega eða líkamlega fatlað fólk.

Við segjum frá því helsta af þingi en elsti þingmaðurinn á Alþingi, Ellert B. Schram, ræddi það í dag að koma þurfi til móts við þann hóp eldri borgara sem hafi á ekkert að að treysta nema bætur almannatrygginga og umræða skapaðist um stöðu Íslandspósts.

Við segjum frá því helst sem er að gerast í útlöndum, svo sem Brexit og loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna auk þess sem við komumst í jólagírinn við opnun jólamarkaðar í Hjartagarðinum í miðbænum.

Þetta og margt fleira í þéttum fréttapakka á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis klukkan 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×