Lífið

Mikilvægasta kvöldið í Miss Universe: „Gæti ekki mögulega verið ánægðari“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Katrín Lea Elenudóttir stóð sig virkilega vel í gærkvöldi.
Katrín Lea Elenudóttir stóð sig virkilega vel í gærkvöldi.
Katrín Lea Elenudóttir er um þessar mundir í Bangkok að taka þátt í Miss Universe-keppninni en í gærkvöldi fór fram svokölluð forkeppni en aðalkeppnin verður 16. desember í beinni á Vísi.

94 keppendur taka þátt og á forkeppniskvöldinu koma allir keppendur fram í síðkjól og baðfötum.

Þetta er eina tækifærið fyrir alla keppendur að sýna sig í kjól og baðfötum þar sem aðeins verða tuttugu konur valdar til þess að keppa á lokakvöldinu og sker frammistaða þeirra í gærkvöldi úr um það hvaða konur verða fyrir valinu.

Lífið heyrði stuttlega í Katrínu Leu og var hún himinlifandi með gærkvöldi.

„Þetta var bara draumur minn að rætast og ég gæti ekki mögulega verið ánægðari,“ segir Katrín en hún þótti bera af í síðkjólnum.

Hér að neðan má sjá útsendingu frá keppninni í gær.


Tengdar fréttir

Árin án móður sinnar í Rússlandi voru lærdómsrík

Katrín Lea Elenudóttir var krýnd Miss Universe í ágúst en hún mun taka þátt í 67. Miss Universe keppninni í Bangkok í desember. Katrín er í fullum undirbúningi fyrir keppnina og er hún þriðji gestur Einkalífsins á Vísi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×