Tottenham heldur í við toppliðin eftir dramatík á Wembley

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Eriksen fagnar sigurmarki sínu
Eriksen fagnar sigurmarki sínu vísir/getty
Það var dramatík á Wembley þegar Tottenham fékk Burnley í heimsókn en það var Daninn Christian Eriksen sem skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma.



Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson var ekki í leikmannahóp Burnley í dag, en hann er að jafna sig af meiðslum.



Tottenham var töluvert betri aðilinn í leiknum, var miklu meira með boltann og voru hættulegri.



Burnley sótti ekki mikið í leiknum, og allt stefndi í markalaust jafntefli.



Tottenham, sem þurftu nauðsynlega á þremur stigum að halda í toppbaráttunni voru hins vegar ekki á því.



Eftir mikinn barning í vítateig Burnley, náði Harry Kane að koma boltanum til Christian Eriksen, sem kláraði vel framhjá Joe Hart í marki Burnley. Lokatölur 1-0 fyrir Tottenham, og mikilvæg þrjú stig í hús.



Með sigrinum halda Tottenham í við toppliðin Manchester City og Liverpool, en Tottenham er þremur stigum á eftir Liverpool sem er í öðru sæti. Liverpool á leik til góða, en sá leikur verður á morgun gegn Manchester United.

 

Burnley er hins vegar í bullandi veseni og eru aðeins tveimur stigum frá fallsæti. 

 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira