Hazard kláraði Brighton

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Eden Hazard
Eden Hazard vísir/getty
Chelsea náði að hanga á sigrinum gegn Brighton á suðurströndinni í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Eden Hazard sá um mörkin fyrir Chelsea, hann lagði upp fyrra markið fyrir Pedro og ætti skilið að fá að minnsta kosti hálft mark skráð á sig fyrir sendinguna inn á Pedro, en Spánverjinn þurfti lítið sem ekkert að hafa fyrir markinu eftir undirbúning Belgans.

Hazard skoraði sjálfur seinna markið eftir að Willian fann hlaup hans með langri sendingu yfir völlinn.

Brighton ógnaði vart marki Chelsea fyrsta klukkutíma leiksins en heimamenn náðu að skora á 66. mínútu.

Heimamenn reyndu að sækja jöfnunarmarkið en Chelsea hékk á sigrinum.

Sigurinn tryggði Chelsea áfram í fjórða sæti deildarinnar og Brighton heldur sinni stöðu í 13. sæti.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira