Messi með þrennu í öruggum 5-0 sigri Barcelona

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Messi skoraði þrennu í kvöld
Messi skoraði þrennu í kvöld vísir/getty
Barcelona fór illa með Levante í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld en Börsungar unnu 5-0 og skoraði argentíski snillingurinn, Lionel Messi þrennu.



Levante byrjaði leikinn ágætlega og fengu ágætis færi í til þess að skora.



En þegar Luis Suarez kom Barcelona yfir á 35. mínútu varð fljótt ljóst í hvað stefndi.



Messi tvöfaldaði forystu Börsunga undir lok fyrri hálfleiks og hann var svo aftur á ferðinni strax í upphafi seinni hálfleiks.



Messi fuullkomnaði svo þrennu sína á 60. mínútu leiksins.



Á 76. mínútu fékk Erick Cabaco, leikmaður Levante að líta á rauða spjaldið og eftirleikurinn hjá Barcelona því auðveldur.



Gerard Pique bætti svo við fimmta marki Barcelona og þar við sat, öruggur 5-0 sigur Börsunga.



Barcelona eru því áfram einir á toppnum, með þriggja stiga forskot á Sevilla og Atletico Madrid eftir sextán umferðir.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira