Sport

Fljúgandi Skotinn dreif í gegnum aðra umferð

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Gary Anderson
Gary Anderson vísir/getty
Gary Anderson hóf vegferð sína að þriðja heimsmeistaratitlinum í pílu í gærkvöld þegar hann hafði betur gegn Kevin Burness í fjórum settum.

Anderson, sem gengur undir viðurnefninu Skotinn fljúgandi, hefur átt mjög gott ár. Hann vann Opna breska mótið, World Matchplay og Meistaradeildina í pílukasti og náði þar með í hina eftirsóttu þrennu í píluheiminum.

Anderson byrjaði hægt gegn Burness en náði að koma til baka og vinna 3-1 og ætti að fara með ágætt sjálfstraust inn í þriðju umferðina.

Anderson mætir annað hvort Michael Barnard eða Jermaine Wattimena í þriðju umferðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×