Handbolti

Hollendingar nældu í bronsið

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hollendingar eru bronsverðlaunahafar
Hollendingar eru bronsverðlaunahafar vísir/getty
Hollendingar eru bronsverðlaunahafar á EM í handbolta kvenna eftir fjögurra marka sigur á Rúmenum í leiknum um þriðja sætið.

Nycke Groot skoraði fimm mörk fyrir Hollendinga og Lois Abbingh og Angela Malestein bættu fjórum við hvor í 24-20 sigrinum í París í dag.

Fyrsta markið kom ekki fyrr en eftir tvær mínútur og var það Abbingh sem skoraði það. Debbie Bont bætti öðru við fyrir Holland áður en fyrsta mark Rúmena kom á 6. mínútu frá Cristina Laslo.

Hollendingarnir byggðu forskot sitt hægt og rólega í fyrri hálfleiknum og þegar flautað var til hálfleiks var staðan orðin 8-15 fyrir þær hollensku.

Þegar korter lifði af leiknum tóku þær rúmensku áhlaup og skoruðu fjögur mörk í röð, staðan orðin 18-21. Þær komust þó ekki nær og lokatölur 20-24.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×