Fótbolti

Jón Dagur í sigurliði í Íslendingaslag - Eggert lék allan leikinn í tapi

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Jón Dagur var í sigurliði í kvöld
Jón Dagur var í sigurliði í kvöld
Jón Dagur Þorsteinsson hafði betur gegn Hirti Hermannssyni í Íslendingaslag í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld en Bröndby fékk Vendsyssel í heimsókn.



Jón Dagur var í byrjunarliði Vendsyssel en var tekinn útaf á 80. mínútu.



Hjörtur sat allan tímann á varamannabekk Bröndby.



Úr varð markaleikur og mikil dramatík en Bröndby leiddi í hálfleik, 1-0.



Vendsyssel jafnaði snemma í seinni hálfleik, en Bröndby komst aftur yfir skömmu síðar.



Vendsyssel jöfnuðu leikinn öðru sinni á 62. mínútu.



Það var svo ekki fyrr en á fimmtu mínútu í uppbótartíma er sigurmarkið kom en það skoraði Sander Fischer úr vítaspyrnu.



Gríðarlega mikilvægur sigur hjá Vendsyssel í botnbaráttunni en liðið er nú þremur stigum frá botnliðunum. Bröndby er í þriðja sæti deildarinnar.



Þá lék Eggert Gunnþór Jónsson allan leikinn í liði SonderjyskE sem mátti þola stórt tap á heimavelli gegn Kaupmannahöfn, 3-0.



SonderjyskE er í 10. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×