Erlent

Ummæli kosta Carlson styrktaraðila

Sigurður Mikael Jónsson skrifar
Tucker Carlson lét ósæmileg orð um innflytjendur falla. Mynd/FoxNews
Tucker Carlson lét ósæmileg orð um innflytjendur falla. Mynd/FoxNews fox news
Þáttastjórnandinn Tucker Carlson hjá Fox News hefur misst stóran styrktaraðila og auglýsanda að þáttum sínum Tucker Carlson Tonight. Ástæðan eru ósæmileg ummæli Carlsons um innflytjendur í Bandaríkjunum. Tryggingafyrirtækið Pacific Life hyggst hætta tímabundið að auglýsa í þáttunum og endurskoða samband sitt við þáttinn samkvæmt yfirlýsingu frá fyrirtækinu.

Carlson hafði í þætti sínum á fimmtudag sett út á fyrri leiðtoga Bandaríkjanna sem hafi unnið út frá þeirri hugmyndafræði í innflytjendamálum að „halda kjafti og samþykkja“. Hæddist hann svo að þessum forsetum. En líklega voru þetta ummælin sem voru hvað umdeildust:

„Okkur ber siðferðileg skylda til að taka við hinum fátæku, hvaðanæva að úr veröldinni, reyna þeir að segja okkur. Þótt það geri þjóð okkar fátækari, skítugri og klofnari.“

Auglýsing Pacific Life kom beint í kjölfarið af þessum inngangsorðum. Það leist stjórnendum fyrirtækisins afar illa á. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×