Enski boltinn

Sjáðu hvernig Shaqiri afgreiddi Man. United og kom Liverpool á toppinn

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Liverpool vann Manchester United í slag erkifjendanna og stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Sjáðu öll mörkin úr leikjum gærdagsins.



Liverpool byrjaði frábærlega á móti Manchester United, og var það Sadio Mane sem kom heimamönnum yfir á Anfield, á 24. mínútu. Rúmum tíu mínútum síðar jafnaði Jesse Lingard metinn og var staðan 1-1 í hálfleik.



Svisslendingurinn Xherdan Shaqiri kom inn á í lið Liverpool á 70. mínútu og var hann ekki lengi að láta til sín taka því hann var búinn að koma Liverpool yfir þremur mínútum síðar.



Shaqiri bætti svo við öðru marki sínu, og innsiglaði verðskuldaðan 3-1 sigur Liverpool með marki á 80. mínútu.



Southampton stöðvaði gott gengi Arsenal með mikilvægum 3-2 sigri á heimavelli.



Danny Ings kom heimamönnum yfir en Henrikh Mkhitaryan jafnaði metinn fyrir Arsenal. Ings var svo aftur á ferðinni undir lok fyrri hálfleiks, en aftur var það Mkhitaryan sem jafnaði metinn í upphafi seinni hálfleiks. Charlie Adams tryggði svo Southampton sigurinn á 85. mínútu leiksins.



Þá vann Chelsea lið Brighton á útivelli, 2-1. Pedro og Eden Hazard komu Chelsea í 2-0 en Solly March minnkaði muninn á 69. mínútu. Lengra komust Brigton ekki og þar við sat.

Liverpool - Manchester United 3-1
Klippa: FT Liverpool 3 - 1 Manchester Utd
Brighton - Chelsea 1-2
Klippa: FT Brighton 1 - 2 Chelsea
Southampton - Arsenal 3-2
Klippa: FT Southampton 3 - 2 Arsenal
Samantekt helgarinnar
Klippa: Weekend Roundup
Markvörslur helgarinnar
Klippa: Saves Of The Round
Mörk helgarinnar
Klippa: Goals Of The Round



Fleiri fréttir

Sjá meira


×