Lífið

8 fermetra íbúð í Japan þar sem hver millimetri er nýttur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ótrúleg nýting á plássi.
Ótrúleg nýting á plássi.
Á YouTube-síðunni Living Big In A Tiny House hittir þáttastjórnandinn Bryce Langston fólk sem býr í litlu rými en nær að nýta sér plássið vel.

Að þessu sinni heimsótti Langston Ástralann Emmu sem búsett er í Japan. Þar býr hún í 8 fermetra herbergi sem má í raun kalla íbúð.

Umrædd stúdíóíbúð er samt sem áður á tveimur hæðum og er svefnaðstaða á efri hæðinni. Íbúðin er það lítil að hægt er að snerta báða veggi í einu og það mjög auðveldlega.

Hér að neðan má sjá innlit í íbúð Emmu í Japan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×