Erlent

Norður-Kóreumenn segja afvopnun í hættu vegna refsiaðgerða

Kjartan Kjartansson skrifar
Herforingjar Norður- og Suður-Kóreu takast í hendur á hlutlausa svæðinu á milli ríkjanna tveggja. Þau byrjuðu að rífa niður varðstöðvar við landamærin í síðustu viku.
Herforingjar Norður- og Suður-Kóreu takast í hendur á hlutlausa svæðinu á milli ríkjanna tveggja. Þau byrjuðu að rífa niður varðstöðvar við landamærin í síðustu viku. Vísir/EPA
Stjórnvöld í Pjongjang fordæmdu harðnandi refsiaðgerðir Bandaríkjastjórnar og vöruðu við því að þær gætu leitt til þess að þau muni aldrei fallast á að afvopnast í gær. Bandaríkjastjórn tilkynnti um refsiaðgerðir gegn þremur norðurkóreskum embættismönnum vegna mannréttindabrota í síðustu viku.

Lítið hefur þokast í átt að afvopnun eða mýkri samskiptum á milli Norður-Kóreu og umheimsins eftir leiðtogafund Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, í Singapúr í júní. Viðræðum sem áttu að fara fram á milli Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Kim Yong Chol, háttsetts embættismanns í Pjongjang, í nóvember var aflýst í skyndi, að sögn Reuters-fréttastofunnar.

Í yfirlýsingu norðurkóreska utanríkisráðherrans í gær var Trump lofaður fyrir „vilja“ til að bæta samskiptin. Bandaríski utanríkisráðuneytið væri hins vegar harðákveðið í að færa samskiptin aftur í sama far og í fyrra þegar þau einkenndust af hótunum á víxl.

Varaði utanríkisráðherrann við því að ef Bandaríkjastjórn teldi að með refsiaðgerðunum gætu þau neytt Norður-Kóreu til þess að láta af hendi kjarnavopna sín „teldist það stærsta reikningsskekkja hennar og það mun stöðva leiðina að afkjarnavopnun Kóreuskaga til eilífðar, niðurstaða sem enginn kærir sig um“.


Tengdar fréttir

Heræfingar hafnar að nýju í Suður-Kóreu

Fyrsta sameiginlega heræfing Suður-Kóreu og Bandaríkjanna frá því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ákvað að slíkum æfingum skyldi hætt stendur nú yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×