Erlent

62 felldir í árásum Bandaríkjahers á bækistöðvar vígamanna í Sómalíu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Áralöng barátta al-Shabaab fyrir stjórn Sómalíu hefur kostað þúsundir lífa.
Áralöng barátta al-Shabaab fyrir stjórn Sómalíu hefur kostað þúsundir lífa. Vísir/EPA
Bandaríkjaher gerði um helgina árásir á bækistöðvar vígamanna úr röðum Al Shabbab samtakanna í Sómalíu. Sextíu og tveir voru felldir í árásunum sem voru sex í heildina, fjórar voru gerðar þann fimmtánda desember síðastliðinn og tvær daginn eftir.

Allar árásirnar voru gerðar á svæði sem kallast Gandarshe og er við ströndina suður af höfuðborginni Mogadishu. Bandaríkjaher segir að árásirnar hafi verið gerðar í nánu samstarfi við stjórnvöld í Sómalíu en tilgangurinn var að koma starfsemi hryðjuverkasamtakanna í uppnám og koma í veg fyrir fleiri árásir af þeirra hálfu.

Herinn fullyrðir ennfremur að óbreytta borgara hafi ekki sakað í árásunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×