Erlent

Kim hrósaði kennaranemum

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Kim Jong-un.
Kim Jong-un. Nordicphotos/AFP
Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, fór fögrum orðum um kennaranema við kennaraháskólann í höfuðborginni Pjongjang í heimsókn þar. Frá þessu greindi norðurkóreska blaðið Uriminzokkiri í gær.

„Mér líður eins og ég hafi plokkað stjörnurnar af himninum og afhent þessum kennaranemum. Þau ráða framtíð þjóðarinnar,“ var haft eftir Kim.

Ekki er ljóst hvað er kennt í háskólanum. Hins vegar inniheldur norðurkóresk námskrá meðal annars kennslu um mikilmennsku einræðisherra ríkisins, föður hans og afa og um illsku óvinveittra ríkja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×