Erlent

Bein útsending: Þrjú geimskot með stuttu millibili

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Space X er með góðan árangur þegar kemur að geimskotum.
Space X er með góðan árangur þegar kemur að geimskotum. Mynd/SpaceX
Fyrirtækin SpaceX, Blue Origin, Arianespace og United Launch Alliance ætla sér öll að skjóta upp eldflaug á næsta sólarhring. Komi veðrið eða tæknilegir örðugleikar ekki í veg fyrir eitthvað af skotunum verður það í fyrsta sinn sem svo mörgum eldflaugum er skotið út í geim á einum sólarhring. Horfa má á fyrstu þrjú geimskotin í beinni útsendingu hér fyrir neðan.

Áætlað er að ballið byrji ellefu mínútur yfir tvö í dag, að íslenskum tíma, (9:11 í Flórída). Þá mun SpaceX skjóta Falcon 9 eldflaug á loft og er farmur eldflaugarinnar gervihnöttur fyrir her Bandaríkjanna.

Einungis 19 mínútum síðar ætla starfsmenn Blue Origin, sem er í eigu Jeff Bezos, að skjóta New Shepard eldflaug á loft. Verkefnið er á vegum NASA og felur í sér ýmsar tilraunir þar sem nokkuð er um rannsóknarbúnað um borð í eldflauginni. Finna má upplýsingar um þær tilraunir hér á vef Blue Origin.

Rúmum tveimur tímum eftir geimskot Blue Origin ætla starfsmenn franska fyrirtækisins Arianespace að skjóta gervihnetti á braut um jörðu frá Frönsku Gíneu. Notast verður við rússneska Soyuz eldflaug.

Lokaskotið verður svo í nótt þegar fyrirtækið ULA, sem er í eigu Boeing og Lockheed Martin, mun svo skjóta Delta Heavy eldflaug á loft frá Kaliforníu klukkan 01:57 aðfaranótt miðvikudags.

Bein útsending frá geimskoti Space X kl. 14.11

Bein útsending frá geimskoti Blue Origin kl. 14.30

Bein útsending frá geimskoti Arianespace kl. 16.37

Hér má svo nálgast upplýsingar um hvernig horfa má á geimskot ULA í nótt.


Tengdar fréttir

Eldflaug SpaceX lenti á sjó vegna bilunar

Þetta var í þriðja sinn sem þessi tiltekna eldflaug var notuð til að koma farmi út í geim og tókst það þó lendingin hafi ekki heppnast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×