Enski boltinn

Laurent Blanc orðaður við stjórastólinn hjá Manchester United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Laurent Blanc með Sir Alex Ferguson eftir að þeir unnu saman titilinn vorið 2003.
Laurent Blanc með Sir Alex Ferguson eftir að þeir unnu saman titilinn vorið 2003. Vísir/Getty
Frakkinn Laurent Blanc er einn af þeim sem kemur til sterklega greina sem knattspyrnustjóri hjá Manchester United.

Sky Sport hefur heimildir fyrir þessu en einnig að Ed Woodward, stjórnarformaður Manchester United, hafi rekið Jose Mourinho á fundi þeirra tveggja stuttu eftir klukkan níu í morgun.

Laurent Blanc er 53 ára gamall og stýrði síðast liði Paris Saint Germain í Frakklandi. Hann endaði hinsvegar leikmannaferil sinn með Manchester United vorið 2003. Blanc lék einnig með liðum eins og Barcelona, Internazionale og Napoli á glæsilegum ferli sínum.





Auk þess að stýra liði Paris Saint Germain þá hefur Laurent Blanc einnig stýrt liði Bordeaux og var síðan landsliðsþjálfari Frakka frá 2010 til 2012.

Samkvæmt frétt Sky Sport var nafn Laurent Blanc eitt af þeim fyrstu sem kom upp á borðið á stjórnarfundi Manchester United þegar leit af næsta stjóra félagsins fór í gang. Blanc myndi þá klára tímabilið með liðið.

Laurent Blanc var enskur meistari með Manchester United vorið 2003. Stjórnarformaður Ed Woodward er harður á því að fá inn stjóra sem þekkir til hjá United, mann sem veit hvað skiptir mestu máli fyrir félagið og mann sem þekkir hefðir félagsins vel.


Tengdar fréttir

Sky: Carrick stýrir United fyrst um sinn

Heimildir Sky Sports herma að Michael Carrick muni taka við stjórn Manchester United þar til nýr bráðabirgðastjóri verður ráðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×