Lífið

Moldríkur pabbastrákur segir sögu sína

Stefán Árni Pálsson skrifar
Misner er greinilega nokkuð skemmtilegur drengur.
Misner er greinilega nokkuð skemmtilegur drengur.
Bobby Misner er litríkur karakter sem segir sögu sína á YouTube. Misner fæddist í Ástralíu og var hann alinn upp af einstæðri móður sinni.

Foreldrar hans skildu á sínum tíma og voru uppvaxtarár Misner nokkuð hefðbundin. Hann var óþekkur í skóla og þurfti að skipta um skóla tíu sinnum.

Hann vissi ekki að faðir hans væri vellauðugur og árið 2015 seldi sá gamli fyrirtækin sín á 300 milljónir dollara, eða því sem samsvarar 36,6 milljarða íslenskra króna. Þá breyttist líf hans að eilífu.

Hann flutti í kjölfarið til Evrópu og fór faðir hans að dæla í Misner nýjum og flottum hlutum sem fór mjög fljótlega að lifa hátt.  

Misner segir frá lífi sínu í myndbandi á YouTube sem milljónir hafa séð í dag. Þar segist hann ætla reyna að standa á eigin fótum. Markmiðið sé að skapa sér nafn í tísku- og kvikmyndaiðnaðinum og því flutti Misner til Kaliforníu.

Það sem hann gerir í dag er að greina frá lífi sínu á YouTube en eins og áður segir lifir hann hátt. Hann hefur einnig stofnað tískuvörumerki og fatalínu.

Hér að neðan má sjá myndband sem Misner gaf út um daginn.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×