Enski boltinn

José Mourinho með 77 milljóna króna hótelreikning í Manchester

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
José Mourinho hafði það gott í svítu á lúxus hóteli í tvö og hálft ár.
José Mourinho hafði það gott í svítu á lúxus hóteli í tvö og hálft ár. Vísir/Getty
José Mourinho er hættur sem knattspyrnustjóri Manchester United eins og flestir vita en hann þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af því að selja húsið sitt í Manchester.

José Mourinho keypti nefnilega aldrei hús eða íbúð í borginni þrátt fyrir að hafa verið stjóri Manchester United allt frá 2016.

Mourinho ákvað frekar að gista á lúxushóteli í Manchester og það kostar sitt að vera á slíku hóteli í tvö og hálft ár.

Mourinho pakkaði saman og skilaði lyklinum af hótelherberginu í gær en í gærmorgun var hann kallaður á fund og látinn taka pokann sinn.





The Times segir frá því að José Mourinho hafi safnað upp í hótelreikning fyrir meira en 500 þúsund pund sem gera um 77,5 milljónir íslenskra króna.

Hótelið heitir The Lowry og er fimm stjörnu hótel í miðbæ Manchester. Mourinho gisti í svítu með útsýni yfir ánna þar sem nóttin kostar 600 pund eða 93 þúsund íslenskar krónur.

The Times áætlar að eftir 895 daga á hótelinu þá hafi hótelreikningurinn verið kominn upp í 537 þúsund pund. Það er samt ekki mikill peningur í samanburði við launin hjá Portúgalanum.

José Mourinho var að fá 15 milljón pund í laun á ári eða 2,3 milljarða íslenskra króna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×