Innlent

Nýrri jafnréttisskrifstofu komið á fót

Jakob Bjarnar skrifar
Skrifstofunni er ætlað að vinna að útvíkkun jafnréttishugtaksins svo sem með tilliti til trúar, lífsskoðunar, fötlunar, aldurs, kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna og kyntjáningar, sbr. ákvæði til bráðabirgða í lögum um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna og fyrirhugaðrar lagasetningar um kynrænt sjálfræði.
Skrifstofunni er ætlað að vinna að útvíkkun jafnréttishugtaksins svo sem með tilliti til trúar, lífsskoðunar, fötlunar, aldurs, kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna og kyntjáningar, sbr. ákvæði til bráðabirgða í lögum um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna og fyrirhugaðrar lagasetningar um kynrænt sjálfræði. visir/vilhelm
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra auglýsir eftir skrifstofustjóra á nýja skrifstofu jafnréttismála í forsætisráðuneytinu. Skrifstofan verður sett á fót samhliða flutningi jafnréttismála til forsætisráðuneytisins.

Í auglýsingu segir að helstu verkefni skrifstofunnar verði að framfylgja lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, laga um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna og laga um jafna meðferð á vinnumarkaði, meðal annars framkvæmd og eftirlit með innleiðingu jafnlaunavottunar hjá stofnunum og fyrirtækjum.

Halla Gunnarsdóttir er sérlegur ráðgjafi forsætisráðherra í jafnréttismálum.
Þá er skrifstofunni jafnframt ætlað standa vörð um jafnréttissjóð Íslands, framfylgja stefnumótun á sviði jafnréttismála, meðal annars með „tilliti til áframhaldandi lagaþróunar og útvíkkun jafnréttishugtaksins svo sem með tilliti til trúar, lífsskoðunar, fötlunar, aldurs, kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna og kyntjáningar, sbr. ákvæði til bráðabirgða í lögum um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna og fyrirhugaðrar lagasetningar um kynrænt sjálfræði.“

Menntun á háskólastigi sem nýtist í starfi er áskilin, helst þurfa umsækjendur að búa að reynsla af störfum innan stjórnsýslunnar og þekking á jafnréttismálum, slíkt sé æskilegt svo sem hæfni og reynsla í að leiða stefnumótun, samráð og undirbúning verkefna.

„Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×