Enski boltinn

Mourinho: Manchester United er í fortíðinni og ég á mér framtíð

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mourinho er atvinnulaus
Mourinho er atvinnulaus vísir/Getty
Jose Mourinho hefur tjáð sig í fyrsta skipti síðan hann var rekinn frá Manchester United í gær. Hann segist enn eiga framtíð fyrir sér í fótboltaheiminum.

Mourinho var rekinn í gærmorgun og var mættur til Lundúna í dag eftir að hafa yfirgefið Lowry hótelið í Manchester, hans heimili síðustu tæpu þrjú árin.

Fréttamenn SkySports náðu í skottið á Mourinho á götum Lundúnarborgar og var Mourinho frekar fáorður og vildi lítið tjá sig um það sem gékk á innanhúss á Old Trafford.

„Við gætum rætt um marga góða hluti, suma ekki svo góða, en það er ekki ég. Þetta er búið. Manchester United á framtíð án mín og ég á framtíð án United,“ sagði Mourinho.

„Afhverju ætti ég að vera að deila meiru núna? Þetta er búið. Ég hef alltaf gagnrýnt stjóra sem tala um hvað hafi gerst og hverjum sé um að kenna. Það er ekki ég.“

„Þar til ég kem aftur í fótboltann held ég að ég eigi rétt á mínu einkalífi. Manchester United er í fortíðinni,“ sagði Jose Mourinho.


Tengdar fréttir

United staðfesti Solskjær og Phelan

Manchester United hefur staðfest Ole Gunnar Solskjær sem bráðabirgðastjóra félagsins og í þetta skiptið var ekki um nein mistök að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×