Enski boltinn

Yfirlýsing frá Mourinho: Var stoltur af því að bera merki United

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mourinho á blaðamannafundi dagsins.
Mourinho á blaðamannafundi dagsins. vísir/getty
Jose Mourinho gaf frá sér yfirlýsingu nú rétt í þessu þar sem hann segist ekki ætla að ræða brotthvarf sitt frá Manchester United af virðingu við hans fyrrum samstarfsmenn.

Portúgalinn var rekinn frá United í gærmorgun eftir tveggja og hálfs árs starf í Manchester. Hann skilur við United í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar, 19 stigum frá toppliði Liverpool og 11 stigum frá fjórða sætinu.

„Ég hef verið gríðarlega stoltur af því að bera merki Manchester United frá fyrsta degi og ég held að allir stuðningsmenn United sjái það,“ sagði Mourinho í yfirlýsingu sinni.

„Í hvert skipti sem einn kafli klárast þá sýni ég virðingu með því að ræða ekki um fyrrum samstarfsmenn.“

Mourinho hefur beðið fjölmiðla að sýna sér og hans einkalífi virðingu þar til hann snýr aftur í fótboltaheiminn.

Ole Gunnar Solskjær tók við starfi bráðabirgðastjóra United í dag en framtíðarstjóri verður ráðinn í lok þessa tímabils.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×