Sport

Gunnar skellti sér í sveitina og lék sér á fjórhjóli | Myndir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gunnar kann alltaf vel við sig í sveitinni.
Gunnar kann alltaf vel við sig í sveitinni. mynd/snorri björns
Það styttist í bardaga Gunnars Nelson og Alex Oliveira og okkar maður gerir ýmislegt til þess að stytta sér stundirnar í Kanada.

Gunnar fór utan síðasta föstudag og í gær tók einn af þjálfurum hans, Matt Miller, hann með í smá ferðalag.

Miller er Kanadabúi og fór með Gunnar til þess að heimsækja fjölskyldu sína. Þar gat Gunnar skellt sér aðeins á fjórhjól áður en hann snæddi kvöldverð með foreldrum Miller.

Nauðsynlegt í öllum asanum að komast aðeins úr borginni og ná góðri slökun.

Bardaginn fer fram næsta laugardag í Toronto og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hitað verður rækilega upp fyrir bardagann í Búrinu á sömu stöð næstkomandi fimmtudag.

Gunnar hefur löngum haft gaman af fjórhjólum, mótorhjólum og vélsleðum. Hann var því essinu sínu í sveitinni.mynd/snorri björns
Gunnar á spjalli við Miller heima hjá foreldrum Miller.mynd/snorri björns
Gunnar kann vel á græjuna.mynd/snorri björns
mynd/snorri björns
MMA

Tengdar fréttir

Helmassaður Gunnar vekur mikla athygli

Gunnar Nelson birti mynd af sér á samfélagsmiðlum um helgina og óhætt er að segja að sú mynd hafi vakið verðskuldaða athygli.

Gunnar: Held að þetta verði helvíti góður bardagi

Gunnar Nelson segir að aðeins eigi eftir að ganga frá formsatriðum fyrir væntanlegan bardaga hans gegn Alex Oliveira. Stefnt er að því að þeir berjist í Toronto þann 8. desember næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×