Jafntefli hjá Gylfa | Ranieri með jafntefli gegn Leicester

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ranieri var í stuði í kvöld.
Ranieri var í stuði í kvöld. vísir/getty
Everton tapaði mikilvægum stigum á heimavelli er liðið gerði 1-1 jafntefli við Newcastle. Fulham og Leicester gerðu einnig 1-1 jafntefli á sama tíma.

Salomon Rondon kom Newcastle yfir á nítjándu mínútu eftir fyrirgjöf frá Jacob Murphy en Richarlison jafnaði metin sjö mínútum fyrir leikhlé eftir hornspyrnu Gylfa Sigurðssonar.

Gylfi var tekinn af velli á 70. mínútu en ekkert markvert gerðist eftir það. Everton í sjötta sætinu með 23 stig á meðan Newcastle er í fjórtánda sætinu með þrettán stig.

Claudio Ranieri, stjóri Fulham, mætti sínum gömlu lærisveinum í kvöld er Fulham og Leicester skildu jöfn, 1-1. Ranieri gerði Leicester, eins og frægt, er að meisturum tímabilið 2015/2016.

Aboubakar Kamara kom Fulham yfir í fyrri hálfleik en James Maddison jafnaði metin í þeim síðari. Leicester er í níunda sætinu með 22 stig en Fulham er á botninum með níu stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira