Nýliðarnir skelltu Chelsea

Anton Ingi Leifsson skrifar
Nýliðarnir gátu fagnað í kvöld.
Nýliðarnir gátu fagnað í kvöld. vísir/getty
Wolves gerði sér lítið fyrir og skellti Chelsea í fimmtándu umferð ensku úrvalsdeildarinnar er liðin mættust á Molineux-leikvanginum í kvöld en lokatölur 2-1 sigur Wolves.

Chelsea komst yfir á átjándu mínútu með marki Ruben Loftus-Cheek og það voru ekki margir sem bjuggust við því að nýliðarnir myndu koma til baka gegn sterku liði Chelsea.

Raul Jimenez jafnaði metin á 59. mínútu og fjórum mínútum síðar skoraði Portúgalinn Diogo Jota sigurmarkið og tryggði Wolves afar kærkominn sigur.

Chelsea er í þriðja sætinu, nú tíu stigum frá toppsætinu, en Wolves er í tólfta sæti deildarinnar með nítján stig. Nýliðarnir í fínum málum.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira