Sport

Oliveira: Ætla að rota Gunnar í fyrstu lotu

Henry Birgir Gunnarsson í Toronto skrifar
Oliveira er með sjálfstraustið í lagi.
Oliveira er með sjálfstraustið í lagi.
Það vantaði nákvæmlega ekkert upp á sjálfstraustið hjá Alex Oliveira er við hittum hann í gær og engu líkara en hann búist við auðveldum bardaga. Hann var mjög slakur á því og dansaði um tíma í viðtalinu.

Þjálfarinn hans Alex Davis þýddi fyrir hann og þeir voru frábærir saman. Svarið var frekar stutt og einfalt er ég spurði þá félaga út í Gunnar.

„Gunnar er harður gæi eins og allir sem ég mæti. Vonandi verður hann tilbúinn því ég ætla að berja hann í klessu,“ sagði Oliveira með aðstoð þýðingar frá Davis.

Brasilíumaðurinn segist ekki hafa komið alla þessa leið til þess að eyða tíma í vitleysu.

„Ég er agressífur og vonandi fer Gunnar niður í fyrstu lotu. Ég koma alla leið frá Brasilíu til þess að gefa fólkinu sýningu og ætla að rota hann í fyrstu lotu.“

Gunnar á að vera talsvert betri gólfglímumaður en Oliveira en sá brasilíski virðist ekki hafa neinar áhyggjur af því.

„Á gólfinu snýst þetta um þolinmæði. Ef ég lendi ofan á honum þá er kvöldinu lokið.“

Vísir er í Toronto og fylgist ítarlega með öllu í aðdraganda UFC 231. Bardagakvöldið með Gunnari er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á laugardag.



Klippa: Oliveira um bardagann gegn Gunnari




MMA

Tengdar fréttir

Gunnar: Þessi bardagi skiptir öllu máli

Það er gríðarlega mikið undir hjá Gunnari Nelson er hann berst gegn Alex Oliveira á laugardag. Tap kastar honum langt aftur í goggunarröðinni en sigur kemur honum aftur í umræðuna í bardaga gegn þeim bestu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×