Messi með tvö glæsimörk úr aukaspyrnum í grannaslagnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Messi fagnar marki í kvöld.
Messi fagnar marki í kvöld. Vísir/Getty
Barcelona var ekki í neinum vandræðum með Espanyol í grannaslagnum í Katalóníu en lokatölur urðu 4-0 sigur Börsunga sem gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik.

Fyrsta markið kom á sautjándu mínútu og það kom ekki úr óvæntri átt. Lionel Messi skoraði þá stórglæsilegt mark úr aukaspyrnu og kom spænsku meisturunum á bragðið.

Ousmane Dembele tvöfaldaði forystuna níu mínútum síðar er hann skoraði laglegt mark með hægri fæti og Luis Suarez kom Barcelona í 3-0 á síðustu mínútu fyrri hálfleiks.

Eina mark síðari hálfleiks kom frá Messi. Aftur var það aukaspyrna og aftur var það glæsimark en markið kom á 65. mínútu. Öruggur 4-0 sigur Barcelona.

Barcelona er á toppnum með 31 stig, þremur stigum á undan Sevilla sem er í öðru sætinu. Grannarnir í Espanyol eru í níunda sæti deildarinnar.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira