Tottenham hvíldi lykilmenn gegn Leicester en það skipti engu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Dele Alli og Harry Winks fagna í kvöld.
Dele Alli og Harry Winks fagna í kvöld. Vísir/Getty
Tottenham vann öflugan 2-0 sigur á Leicester á útivelli í kvöld og endurheimti þar af leiðandi þriðja sætið sem Chelsea skaust upp í tímabundið með sigrinum á Man. City fyrr í dag.

Tottenham spilar mikilvægan leik við Barcelona á þriðjudaginn í Meistaradeildinni og þurfa sigur til að komast áfram og þeir hvíldu því lykilmenn í kvöld. Harry Kane og Christian Eriksen byrjuðu meðal annars á bekknum.

Fyrsta mark leiksins kom skömmu fyrir leikhklé er Son Heung-min kom Tottenham yfir með frábæru marki. Hann fékk boltann rétt fyrir utan teig Leicester, færði boltann yfir á vinstri fótinn og þrumaði honum í bláhornið. Óverjandi fyrir Kasper Schmeichel.

Á þrettándu mínútu síðari hálfleiks tvöfaldaði Dele Alli forystuna og gerði út um leikinn. Eftir frábæra skyndisókn vippaði markaskorarnn Son Heung-min boltanum á fjærstöngina þar sem Dele Alli var aleinn og brást ekki bogalistinn. Lokatölur 2-0.

Öflugur sigur hjá Tottenham þrátt fyrir að hvíla lykilmenn en liðið er aftur komið í þriðja sæti deildarinnar með 36 stig, sex stigum á eftir toppliði Liverpool og fimm stigum á eftir City sem er í öðru sætinu. Leicester er í níunda sætinu.

Viðtal við Pochettino:


Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira