Sport

Oliveira rétt náði vigt | Beðið eftir Gunna

Henry Birgir Gunnarsson í Toronto skrifar
Oliveira kátur á vigtinni áðan.
Oliveira kátur á vigtinni áðan. vísir/hbg
Það er vigtunardagur fyrir UFC 231 en bardagakapparnir byrjuðu að stíga á vigtina klukkan níu í morgun að staðartíma.

Þeir hafa tvo tíma til þess að ná réttri þyngd. Þegar fyrstu menn voru að byrja að stíga á vigtina var Gunnar Nelson að stíga fram úr rúminu. Ekkert stress á okkar manni.

Ég mætti þjálfara Alex Oliveira í kaffiröðinni í morgun og hann brosti bara. Greinilega ánægður með stöðuna á sínum manni.

Oliveira steig á vigtina eftir 35 mínútur og var 171 pund. Það er innan skekkjumarka hjá honum því það má fara eitt pund yfir. Hann er því klár í slaginn og það upp á gramm.

Brian Ortega, Valentina Shevchenko, Joanna og Max Holloway voru öll búin að ná vigt á fyrstu 22 mínútunum. Tititlbardagarnir eru því staðfestir.

Vísir er í Toronto og fylgist ítarlega með öllu í aðdraganda UFC 231. Bardagakvöldið með Gunnari er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á laugardag.

MMA

Tengdar fréttir

Fjör á fjölmiðladegi UFC | Myndband

Margt fyndið og skemmtilegt gerðist á fjölmiðladegi UFC í gær þar sem átta bardagakappar komu til þess að láta ljós sitt skína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×