Sport

Gunnar búinn að ná vigt | Bardaginn staðfestur

Henry Birgir Gunnarsson í Toronto skrifar
Gunni á vigtinni áðan.
Gunni á vigtinni áðan. mynd/snorri björns
Alex Oliveira var búinn að ná réttri þyngd eftir 35 mínútur í morgun en Gunnar Nelson kom ekki á vigtina fyrr en eftir 75 mínútur. Hann var ekki í neinum vandræðum með að ná réttri þyngd.

Þeir eru að berjast í 170 punda flokki og Oliveira var 171 pund. Það má fara eitt pund yfir í vigtuninni. Gunnar var aftur á móti 170,25 pund.

Glugginn til þess að vigta sig er tveir klukkutímar og þegar hinir fyrstu stigu á vigtina var Gunnar að vakna. Hann skellti sér í bað og pakkaði sér svo inn í handklæði til þess að ná síðustu grömmunum af sér.

Brian Ortega, Valentina Shevchenko, Joanna og Max Holloway voru öll búin að ná vigt á fyrstu 22 mínútunum. Tititlbardagarnir eru því staðfestir.

Klukkan 23.00 stíga svo allir aftur á vigtina í keppnishöllinni. Sá viðburður er fyrir áhorfendur og vonandi verður mikið stuð þá.

Vísir er í Toronto og fylgist ítarlega með öllu í aðdraganda UFC 231. Bardagakvöldið með Gunnari er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á laugardag.

Gunnar búinn að ná vigt upp á herbergi og klæðir sig áður en hann fór niður til þess að stíga á vigtina.mynd/snorri björns
MMA

Tengdar fréttir

Fjör á fjölmiðladegi UFC | Myndband

Margt fyndið og skemmtilegt gerðist á fjölmiðladegi UFC í gær þar sem átta bardagakappar komu til þess að láta ljós sitt skína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×