Lífið

Veruleikinn þurfti að víkja fyrir skáldskap á Klaustur bar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bára Halldórsdóttir var á Klaustur bar 20. nóvember og kíkti svo aftur í gær með blaðamönnum Stundarinnar.
Bára Halldórsdóttir var á Klaustur bar 20. nóvember og kíkti svo aftur í gær með blaðamönnum Stundarinnar. Vísir/Vilhelm
„Þetta var skemmtilegt hvernig veruleikinn þurfti að víkja fyrir fyrir skáldskapnum, Skaupinu,“ segir Jón Bjarki Magnússon blaðamaður á Stundinni. Miðillinn svipti í morgun hulunni af Marvin, þeim sem tók umtalaðasta samtal landsins upp þriðjudagskvöldið 20. nóvember síðastliðinn og kom upptökum á fjölmiðla.

Marvin heitir í raun Bára Halldórsdóttir 42 ára kona, fötluð og hinsegin.

Blaðamenn Stundarinnar höfðu lokið viðtali sínu við Báru og ætluðu að taka ljósmyndir og myndbandsviðtal við Báru inni á Klaustri seinni partinn í gær. Þegar þeir mættu var barinn í raun lokaður þar sem tökulið Áramótaskaupsins hafði tekið barinn á leigu fyrir tökur.

„Það var búið að gera allt klárt, setja upp en liðið var ekki mætt eða var í þann mund að mæta,“ segir Jón Bjarki. 

Þeir hafi ekki viljað segja nákvæmlega hvað væri í gangi en fengið leyfi til að bregða sér inn og taka myndir. Þegar þau voru í þann mund að hefja töku á myndbandsviðtali, að lokinni ljósmyndatöku fyrir tölublað Stundarinnar, mætti eigandinn og sagði að þau yrðu frá að hverfa.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×