Handbolti

Norðmenn eiga enn von eftir stórsigur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Þórir og hans stelpur eru að komast á skrið.
Þórir og hans stelpur eru að komast á skrið. vísir/getty
Stelpurnar hans Þóris Hergeirssonar völtuðu yfir Ungverja í fyrsta leik sínum í milliriðli á EM í handbolta í kvöld og eiga enn möguleika á að ná verðlaunum.

Eftir erfiða byrjun á mótinu fóru Norðmenn inn í milliriðilinn án stiga, fjórum stigum á eftir Rúmenum og Hollendingum, og þurfa þær að vinna alla þrjá leikina til þess að eiga möguleika á sæti í undanúrslitunum.

Fyrsta skrefið var tekið örugglega með þrettán marka sigri, 25-38, í kvöld.

Heidi Loke skoraði sjö mörk og þær Stine Bredal Oftedal og Camilla Herrem bættu við sex mörkum hvor. Norðmenn voru komnir með örugga forystu í hálfleik, 12-19, og bættu bara við hana í seinni hálfleiknum. Herrem átti síðasta orðið með marki á lokasekúndum leiksins.

Hjá Ungverjum var Gabriella Toth markahæst með sex mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×