Sport

Gunnar stimplaði sig aftur inn | Svona var bardagakvöldið í Toronto

Henry Birgir Gunnarsson í Toronto skrifar
Gunnar öskrar af gleði eftir að hafa klárað bardagann sinn.
Gunnar öskrar af gleði eftir að hafa klárað bardagann sinn. vísir/getty
Gunnar Nelson vann sannfærandi sigur á Alex Oliveira, Max Holloway vann Brian Ortega í lygilegum bardaga og Valentina Shevchenko tók fluguvigtarbeltið.

Toronto bauð upp á stórkostlegt bardagakvöld sem byrjaði með látum snemma. Flestir upphitunarbardagarnir voru frábærir og þetta var ógleymanlegt kvöld.

Gunnar hengdi Oliveira í annarri lotu og minnti UFC á að hann er langt frá því að vera búinn. Verður gaman að fylgjast með framhaldinu.

Vísir var með beina lýsingu frá öllu kvöldinu og það má lesa lýsingu kvöldsins hér að neðan.

MMA

Tengdar fréttir

Ariel Helwani var búinn að sakna Gunnars

Þekktasti MMA-blaðamaður heims, Ariel Helwani, er vinsælli en margir bardagakappar UFC og setið um hann í viðtölum. Vísir náði að stela honum í smá tíma og hann fagnar endurkomu Gunnars Nelson.

Gunnar: Mér líður mjög vel og er tilbúinn

Það er loksins komið að því að Gunnar Nelson labbi aftur inn í búrið hjá UFC eftir eins og hálfs árs fjarveru. Við hittum Gunna eftir vigtunina í keppnishöllinni í gær.

Þjálfari Gunnars: 2019 verður ár víkingsins

Hinn írski þjálfari Gunnars Nelson, John Kavanagh, er mættur til Kanada og verður að sjálfsögðu í horninu hjá Gunnari í kvöld. Hann er bjartsýnn venju samkvæmt.

Gunnar er orðinn að skrímsli

John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, trúir því varla hvað skjólstæðingur hans er kominn í gott líkamlegt form fyrir bardagann gegn Alex Oliveira í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×