Handbolti

Holland og Rússland í góðum málum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hollendingar fagna.
Hollendingar fagna. mynd/ehf
Rússar eru með fullt hús stiga í milliriðli eitt eftir fjögurra marka sigur á Serbum, 29-25, á EM kvenna í Frakklandi.

Rússarnir voru þremur mörkum yfir í hálfleik 16-13 og höfðu góð tök á leiknum í síðari hálfeik sem skilaði sigri gegn grönnunum frá Serbíu.

Rússarnir eru á toppi milliriðils eitt með sex stig af sex mögulegum en heimastúlkur í Frakklandi eru í öðru sæti með fimm stig. Serbía er með tvö stig eftir leikina þrjá.

Holland er einnig með fullt hús stiga eftir fimm marka sigur á Ungverjum, 29-24. Holland var 11-10 yfir í hálfleik en flóðgáttirnar opnuðust í síðari hálfleik.

Holland er með sex stig og er í góðum möguleika á að komast í undanúrslitin en Rúmenía var að tapa sínum fyrsta leik. Rúmenarnir eru með fjögur stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×