Lífið

Hljóðnemi og húrrandi klikkað jólaglögg: „Við hlera ekki neitt“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Atvikið sjálft átti sér stað á barnum Klaustur í hjarta borgarinnar, rétt við Alþingishúsið.
Atvikið sjálft átti sér stað á barnum Klaustur í hjarta borgarinnar, rétt við Alþingishúsið. vísir/vilhelm
Mikið hefur verið fjallað um stóra Klaustursmálið í fjölmiðlum í vikunni en samtal fjögurra þingmanna Miðflokksins, þeirra Gunnars Braga Sveinssonar, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Bergþórs Ólasonar og Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, við þingmenn Flokks fólksins náðist á upptöku sem DV og Stundin hafa undir höndum.

Þar sátu þingmenn að sumbli að kvöldi til og létu allskyns orð falla sem ekki eru sæmandi kjörnum fulltrúum.

Samkoman átti sér stað á barnum Klaustur um miðborginni og hafa forsvarsmenn barsins ákveðið að nýta sér málið í kynningarskyni.

Í dag birtist færsla og mynd á Facebook-síðu Klausturs þar sem stendur: „HÚRRANDI KLIKKUÐ jólaglögg í boði hjá okkur út Desember! TRYLLT jólastemning og kósýheit. Kíktu á Klaustur, verst geymda leyndarmál Reykjavíkur.“

Á myndinni má síðan sjá fallegt jólaskraut og hljóðnema.

Veitingarstaðurinn Ali Baba í miðbænum hefur ákveðið að fara sömu leið og birtist færsla á Facebook-síðu staðarins í vikunni. Þar stóð:

„Við hlera ekki neitt og tala ekki ljótt í Ali Baba :) Allir velkominn! :D.“

.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×