Innlent

Fleiri kærur vegna byrlunar

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Drög að sérstöku verklagi um meðferð og skráningu þessara mála eru til en það hefur ekki verið innleitt hjá embættinu.
Drög að sérstöku verklagi um meðferð og skráningu þessara mála eru til en það hefur ekki verið innleitt hjá embættinu. vísir/getty
Vísbendingar eru um mikla fjölgun kæra til lögreglu á undanförnum áratug í málum þar sem einstaklingur telur að sér hafi verið byrluð ólyfjan.

Í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn þingmannsins Helga Hrafns Gunnarssonar kemur fram að erfitt sé að finna staðfesta tölfræði um kærur af þessum toga, en teknar voru saman tölur yfir bókanir hjá lögreglu þar sem orðið „byrlun“ kemur fyrir og fjölgaði þeim úr 16 í 78 á árunum 2007 til 2017.

Drög að sérstöku verklagi um meðferð og skráningu þessara mála eru til en það hefur ekki verið innleitt hjá embættinu.

Þá kemur fram í svarinu að það er mat ráðherra að ákvæði almennra hegningarlaga séu fullnægjandi um brot sem fela í sér byrlun ólyfjanar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×