Körfubolti

Kemba skaut Boston í kaf

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kemba Walker er að spila frábærlega þessa dagana.
Kemba Walker er að spila frábærlega þessa dagana. vísir/getty
Fjöldi leikja fór fram í NBA-deildinni í nótt þar sem Kemba Walker fór meðal annars mikinn í liði Charlotte Hornets sem skellti Boston Celtics.

Hinn 28 ára gamli Walker skoraði 60 stig um síðustu helgi en fylgdi því eftir með 43 stigum gegn Celtics. Hann setti niður 7 af 13 þriggja stiga skotum sínum í leiknum.

Hornets var mest tíu stigum undir í fjórða leikhluta en átti svo frábært áhlaup sem skilaði liðinu sigrinum. Walker skoraði þá níu stig í röð og landaði sætum sigri fyrir sína menn.

Russell Westbrook snéri aftur í liði Oklahoma City Thunder í nótt eftir meiðsli og kom auðvitað til baka með stæl. 29 stig og 13 fráköst en það dugði ekki til sigurs.

Úrslit:

Charlotte-Boston  117-112

Detroit-Cleveland  113-102

Indiana-Utah  121-94

Philadelphia-Phoenix  119-114

Atlanta-LA Clippers  119-127

Memphis-Dallas  98-88

Milwaukee-Denver  104-98

New Orleans-San Antonio  140-126

Sacramento-Oklahoma  117-113

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×