Erlent

Tumblr hent úr App Store vegna barnakláms

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Barnaklám fannst á samfélagsmiðiinum Tumblr.
Barnaklám fannst á samfélagsmiðiinum Tumblr. Nordicphotos/Getty
Bandaríski tæknirisinn Apple fjarlægði snjallforrit samfélagsmiðilsins Tumblr úr snjallforritaverslun sinni, App Store, þann 16. nóvember síðastliðinn. Tæknimiðillinn Download greindi svo í gær frá því að ástæðan væri sú að barnaklám kæmist reglulega í gegnum síur miðilsins og mætti því finna inni á Tumblr.

Tumblr sagði í svari við fyrirspurn Download að barnaklám væri ekki liðið á miðlinum og að unnið væri með öðrum tæknifyrirtækjum og stofnunum að því að koma í veg fyrir að slíku efni yrði hlaðið upp. Regluleg skoðun hafi hins vegar leitt í ljós að barnaklám hafi komist í gegnum síu miðilsins og var því tafarlaust eytt út. „Við erum sífellt að endurmeta verkferla og skoða hvernig við getum bætt okkur. Ekkert mál er í meiri forgangi,“ sagði í svarinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×