Erlent

Gengur illa að steypa May

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Jacob Rees-Mogg.
Jacob Rees-Mogg. Nordicphotos/AFP
Harðir Brexit-sinnar innan breska Íhaldsflokksins hafa ekki enn náð þeim þröskuldi sem þarf til að lýsa yfir vantrausti á Ther­esu May forsætisráðherra og knýja fram leiðtogakjör.

Alls þurfa 48 þingmenn, eða fimmtán prósent þingflokksins, að senda svokallaðri 1922-nefnd flokksins bréf þar sem þess er óskað og stóðu vonir fylkingarinnar til að það myndi nást í vikunni.

Jacob Rees-Mogg, sem er einna mest áberandi þessara andstæðinga May, sagði í gær að þolinmæði væri dyggð. „Við skulum sjá til hvort bréfin berist ekki með tíð og tíma,“ hafði Reuters eftir Rees-Mogg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×